Leita á síðunni:

 

Nýrri vélarsamstæðu komið fyrir í Mjólká

- 13/07/2011
Ljósm: Steinar R. Jónasson
Ljósm: Steinar R. Jónasson
« 1 af 2 »
Fyrsti hlutinn í nýrri vélarsamstæðu Mjólkárvirkjunar var hífður inn í hús í dag. Vestfirskir verktakar ehf., hafa unnið að stækkun og breytingu á stöðvarhúsi virkjunarinnar frá því í byrjun apríl og hafa sjö menn að jafnaði unnið við verkið og allt upp í tólf á álagstímum. Steinar R. Jónasson, stöðvarstjóri, segir verkið vel á veg komið og framkvæmdina á áætlun.

„Steypuvinnan hefur gengið vel og búið er að gera kjallaran klárann fyrir vatnsrásina að vatnshverflinum. Sjálf túrbínan verður síðan steypt föst um miðjan júlí. Síðan verður gert hlé á vélaruppsetningu fram yfir verslunarmannahelgi. Þá tekur við mánaðar törn og er reiknað með að hægt verði að hleypa vatni á vélina um miðjan september og prófunum verði lokið fyrir 1. október,“ segir Steinar.

Það hefur ekki reynst nauðsynlegt að stöðva raforkuframleiðslu Mjólkárvirkjunar á meðan verið er að koma nýju vélarsamstæðunni fyrir. „Gamla túrbínan í Mjólká II hefur verið keyrð á fullu á meðan verið að koma þeirri nýju fyrir. Það verður þó að stöðva hana eftir að nýja túrbínan er komin á sinn stað en það verður þó ekki nema í rúmar fimm vikur,“ Steinar. „Það var ákveðið að hafa þennan háttinn á og byggja frekar við stöðvarhúsið fyrir nýja hverfillinn í stað þess að koma honum fyrir í vélarstæði gamla hverfilsins. Með því að fara þessa leið þurfum við ekki að stöðva framleiðsluna nema í fáeinar vikur í stað nokkurra mánaða. Núna erum við líka með nægilegt húsrými til að skipta um vélbúnað Mjólká I þegar að því kemur,“ segir Steinar.

Tekið af bb.is