Leita á síðunni:

 

Brúarsmíðin hefst í dag

- 07/04/2008
Séð inn Mjóafjörð
Séð inn Mjóafjörð
Brúin er komin og er tilbúin til uppsetningar. Hún var flutt með skipum til landsins og á bílum frá Reykjavík og er núna geymd í Saltvík í Mjóafirði. Í byrjun júní eða þar um bil koma svo suðumenn og byrja að sjóða brúna saman, þá ætti fólk að geta farið að sjá hvernig hún kemur til með að líta út“, segir Gísli Guðnason, verkstjóri hjá KNH verktökum.

Þá ganga aðrar framkvæmdir í Inndjúpi vel og hamast starfsmenn KNH nú við að klára vegagerð yfir Vatnsfjarðarháls. „Þar eigum við eftir um 700 metra af vegagerð. Svo byrjum við að leggja slitlag á veginn í Ísafirði í júní og vinnum okkur svo yfir í Reykjarfjörð og áfram.“

Brúin yfir Reykjarfjörð er tilbúin. „Við erum samt ekki farnir að hleypa á hana umferð þar sem brúarhandriðið vantar“, segir Gísli Guðnason.

Tekið af bb.is