Leita á síðunni:

 

Vestfirskir verktakar eru framúrskarandi fyrirtæki

- 23/02/2012
Framúrskarandi verktakar
Framúrskarandi verktakar
Til grundvallar á mati Creditinfo verða fyrirtæki að hafa skilað inn ársreikningum til Ríkisskattstjóra síðastliðin þrjú ár og líkur á vanskilum séu minni en 0,5%. Rekstarhagnaður og ársniðurstaða verður að hafa verið jákvæð í þrjú ár í röð. Þá verða eignir að hafa verið 80 milljónir eða meira árin 2008 til 2010 og eigið fé að vera 20% eða meira á tímabilinu. Fyrirtækið verður að vera með skráðan framkvæmdastjóra og stjórnarmenn í hlutafélagaskrá og vera virkt fyrirtæki samkvæmt skilgreiningu Creditinfo. Vestfirskir verktakar ehf. á Ísafirði var stofnaðar árið 2003 við samruna þriggja fyrirtækja, Eiríks og Einars Vals hf., GS trésmíði og Múrkrafts. Markmið Vestfirskra verktaka er að veita alhliða fyrsta flokks þjónustu á sviði nýbygginga, almenns viðhalds og endurbóta. 

Tekið af bb.is