Um Vestfirska Verktaka
Vestfirskir Verktakar voru stofnaðir þann 8. október árið 2003. Eigendur félagsins eru þeir Garðar Sigurgeirsson húsasmíðameistari og Sveinn Ingi Guðbjörnsson húsasmíðameistari. Í sameiningu sjá þeir Garðar og Sveinn Ingi um framkvæmdastjórn félagsins.
Verkefni Vestfirskra Verktaka eru á öllum sviðum byggingariðnaðar hvort sem um er að ræða íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði, opinberar byggingar eða aðra mannvirkjagerð.
Árið 2012 hófu Vestfirskir Verktakar að innleiða gæðastjórunarkerfi Samtaka Iðnaðarins, GSI. Markviss stjórnun leiðir til bættrar afkomu og því er kappkostað að ábyrgðarskipting og verkferlar hjá fyrirtækinu séu vel skilgreindir og skýrir. Gæðavottun SI er áfangaskipt og í júní 2014 hlutu Vestfirskir Verktakar B-Vottun.
Markmið félagsins eru að:
Vestfirskir Verktakar verði fyrsti valkostur verkkaupa/framkvæmdaaðila í framkvæmdum á Vestfjörðum og að rekstur félagsins sé arðsamur.
Vestfirskir Verktakar uppfylli væntingar viðskipavina, veiti verkkaupum skilvirka þjónustu ásamt því að skila hagkvæmum og vönduðum úrlausnum á umsömdum tíma.
Vestfirskir Verktakar njóti trausts hjá viðskiptavinum og að ímynd fyrirtækisins sé góð innan þess sem utan, jafnt í augum starfsmanna, viðskiptavina, hluthafa, almennings og þess samfélags fyrirtækið starfar í.
Vestfirskir Verktakar leggja áherslu á að vinnuandi sé jákvæður og að jafnréttis sé gætt. Stöðugt er unnið að heilsuvernd, persónuöryggi og rekstraröryggi hjá fyrirtækinu.
Vestfirskir Verktakar leggja áherslu á að ráða kraftmikla og framsækna einstaklinga til starfa hjá fyrirtækinu. Í boði er góð starfsaðstaða og starfsmenn eru ánægðir með starfsandann og þann metnað sem ríkir.
Hafir þú áhuga á að sækja um starf hjá Vestfirskum verktökum þá vinsamlega fylltu út starfsumsóknina hér að neðan og sendu til okkar sem viðhengi á netfangið vverk (att) vverk.is. Eða komdu við á skrifstofu okkar að Skeiði 3, Ísafirði.