Vestfirskir verktakar hljóta C - Vottun
Vestfirskir verktakar hlutu á dögunum C - gæðavottun hjá Samtökum Iðnaðarins.
Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað frá stofnun þess í október 2003. Verkefnin hafa orðið sífellt fjölbreyttari og umfangsmeiri.
Vestfirskir verktakar hafa m.a. byggt grunnskóla, breytt gömlu þurrkverkunarhúsi í menningarhús, byggt virkjanir, brýr og gangnamunna. Helstu verkefnin um þessar mundir eru bygging tengivirkis fyrir Landsnet og bygging 2300 m2 hjúkrunarheimilis fyrir Ísafjarðarbæ. Í upphafi tók fyrirtækið að innleiða gæðakerfi að ósk verkkaupa en á því hefur orðið mikill viðsnúningur. Núna vinna Vestfirskir verktakar eftir gæðakerfi vegna þess að það er fyrirtækinu til mikilla hagsbóta og vinna eftir gæðakerfinu burtséð frá því hvort verkkaupi gerir kröfu um slíkt eða ekki.