Subway opnar um mánaðarmótin
- 15/05/2012
Skyndibitastaðurinn Subway opnar í Neista á Ísafirði um mánaðarmótin samkvæmt upplýsingum frá Gunnari Skúla Guðjónssyni framkvæmdastjóra Subway á Íslandi. Gunnar segir að stefnan hafi verið sett á að opna fyrr en eðlilegar tafir hafi orðið þar á þar sem panta þurfti mikið af tækjabúnaði erlendis frá. Gunnar er bjartsýnn á að Subway muni reka sig vel á Ísafirði, en staðurinn er sá fyrsti sinnar tegunar á Vestfjörðum.
„Við erum með tvo staði á Akureyri, einn á Egilsstöðum og einn á Selfossi. Þannig að við erum nokkuð dreifðir. Ég held að þetta leggist vel í Ísfirðinga,“ segir Gunnar.
Tekið af bb.is
„Við erum með tvo staði á Akureyri, einn á Egilsstöðum og einn á Selfossi. Þannig að við erum nokkuð dreifðir. Ég held að þetta leggist vel í Ísfirðinga,“ segir Gunnar.
Tekið af bb.is