Leita á síðunni:

 

Eina sérhæfða geymsluhúsnæðið fyrir fornmuni á landinu

- 22/12/2004
Geymsluhúsnæði
Geymsluhúsnæði
« 1 af 3 »
Hafin er bygging hins nýja sýningar- og geymsluhúss Byggðasafns Vestfjarða í Neðstakaupstað á Ísafirði. Byggt verður sérhæft geymslusvæði í suðurenda hússins sem er u.þ.b. einn þriðji hluti af flatarmáli þess. „Að verki loknu verður þetta eina geymsluhúsnæðið fyrir fornmuni á landinu og mun uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru til vörslu á fornminjum. Til dæmis verður þar raka- og hitastilling. Við vonum að til þess komi að byggðasafnið fái verkefni út á þetta eins og t.d. að geyma fornmuni fyrir Þjóðminjasafnið“, segir Björgmundur Örn Guðmundsson, formaður byggingarnefndar hússins.

Vestfirskir verktakar sjá um verkið og hófust framkvæmdir í síðustu viku. „Þetta er svona rétt að fara af stað en verkinu á að vera fulllokið 20. maí. Þá ættu Vestfirðingar að vera komnir með mjög frambærilegt hús til vörslu og varðveitingar á gömlum munum“, segir Hermann Þorsteinsson hjá Vestfirskum verkstökum.

(Tekið af bb.is)