Leita á síðunni:

 

Íbúðir afhentar í Bræðratungu

- 28/09/2005
Íbúðir afhentar í Bræðratungu
Íbúðir afhentar í Bræðratungu
Vestfirskir verktakar afhentu nýjum eigendum fyrstu tvær íbúðirnar á Skógarbraut 3 og 3a í Bræðratungu á föstudag. Umræddar íbúðir eru 93 fermetrar hvor, á einni hæð með baðstofulofti. Eftir er að ganga frá sex íbúðum í húsunum tveimur í Bræðratungu, á bilinu 90 til 150 fermetrar að stærð, sem enn eru óseldar. Verðmæti íbúðanna fer, að sögn Hermanns Þorsteinssonar hjá Vestfirskum verktökum, mikið eftir því á hvaða stigi fólk vill taka við þeim. Einnig segir Hermann að einn bílskúr sé til sölu í Bræðratungu, sem lítið eigi eftir að gera í og gæti því afhenst með skömmum fyrirvara.

Skógarbraut 3 og 3a eru í hlíðinni ofan við golfvöllinn, og var þar rekið sambýli og þjónustumiðstöð fyrir fatlaða í tvo áratugi, en verktakar hafa unnið að breytingum á húsinu um nokkurt skeið.

(Tekið af bb.is)