Leita á síðunni:

 

Miklar framkvæmdir hjá Gámaþjónustu Vestfjarða

- 25/10/2007
Vestfirskir verktakar steypa 400 fm gólfplötu
Vestfirskir verktakar steypa 400 fm gólfplötu
Verið er að leggja lokahönd á framkvæmdir við starfsstöð Gámaþjónustu Vestfjarða að Kirkjubóli 3 í Skutulsfirði, en verið er að gera húsnæðið klárt til að endurvinnsla geti farið þar fram. „Við höfum verið að taka húsið í gegn undanfarin tvö ár og ég á von á því að síðasti smiðurinn ljúki sér af í dag“, segir Ragnar Ágúst Kristinsson, framkvæmdastjóri Gámaþjónustunnar....

Brúargólfið í Reykjafirði

- 22/10/2007
Það skiptust á skin og skúrir
Það skiptust á skin og skúrir
« 1 af 7 »

Brúargólfið í Reykjafirði var steypt um helgina og tók verkið um 30 tíma. Gólfið er 60 metra langt og  fóru 370 rúmmetrar af steypu í það. Menn voru ánægðir með hvað verkið gekk vel miðað við að það skiptust á skin og skúrir í Reykjafirðinum og var vinnusvæðið eitt forarsvað. Ágúst Atlason vefhönnuður og áhugaljósmyndari mætti á staðinn og tók meðfylgjandi myndir.

Framkvæmdir við GÍ á áætlun

- 17/10/2007
Framkvæmdir við GÍ á áætlun
Framkvæmdir við GÍ á áætlun
Framkvæmdir við viðbyggingu Grunnskólans á Ísafirði eru á áætlun og eru greiðslur til verktaka eru komnar upp í tæpar 182 milljónir. Vestfirskir verktakar hafa verkið með höndum sem er það stærsta sem hefur verið ráðist í á Ísafirði í mörg herrans ár. Tilboð Vestfirskra verktaka í bygginguna hljóðaði upp á 371 milljón króna er 102,7% af kostnaðaráætlun sem hljóðar upp á 361 milljón króna....

Brúarsmíðin í Reykjafirði

- 12/10/2007
Sigurður Fannar
Sigurður Fannar "lærlingur"
« 1 af 10 »

Brúarsmíðin í Reykjafirði er nú í fullum gangi og stefnt er að því að steypa brúargólfið í lok næstu viku.