Hafnarbúðin afhent formlega
- 20/04/2007
Hermann, Inga og Kristján
Glæsilegur fatnaður frá 66°Norður
Fatnaður frá Adidas
Fyrsti viðskiptavinurinn eftir opnun
Kristján Jóhannsson
Matthías Matthíasson bar hita og þunga af verkinu og er að vonum ánægður með að verki skuli nú vera lokið
Hafnarbúðin var í morgunn formlega afhent eigendum sínum eftir umfangsmiklar breytingar og endurbætur. Bæði hefur verslunarrýmið verið stækkað auk þess sem Skóverslun Leós, áður til húsa að Hafnarstræti 5, flutti starfsemi sína í nýju Hafnarbúðina.
Óhætt er að segja að vel hafi tekist til með breytingarnar og eigendur ánægðir með hvernig til tókst. Af gefnu tilefni færði Hermann B. Þorsteinsson fyrir hönd Vestfirskra verktaka þeim Ingu S. Ólafsdóttur og Kristjáni Jóhannssyni blóm og fagurlega útskorinn platta til minningar um framkvæmdirnar og óskir um að verslunin og viðskiptin megi blómstra í framtíðinni.
Í Hafnarbúðinni er meðal annars að finna vörur frá
66°Norður,
Cintamani og
Adidas svo fátt eitt sé nefnt.