Leita á síðunni:

 

Lyftuhúsið langt á veg komið

- 09/02/2009
Lyftuhúsið við Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði
Lyftuhúsið við Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði
Bygging lyftuhúss við Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði er langt á veg komin. Það eru Vestfirskir verktakar á Ísafirði sem sjá um framkvæmdina. Búið er að reisa stillans við húsið og eru starfsmenn fyrirtækisins að vinna við frágang utanhúss. Ráðgert er að því verki verði lokið í þessari viku. Áætluð verklok eru í apríl og er verkið á áætlun.

Tekið af bb.is

Næst stærsta steypa aldarinnar á Vestfjörðum!

- 16/01/2009
Brúargólf yfir Ósá
Brúargólf yfir Ósá
« 1 af 11 »
Brúargólf yfir Ósa í Bolungarvík var steypt síðastliðinn föstudag en það var næststærsta steypa aldarinnar en sú stærsta var brúin yfir Reykjafjörð sem steypt var síðastliðið sumar. Brúargólfið yfir Ósá er 32 metrar að lengd og 9,5 metri að breidd. Í gólfið fóru 264 rúmmetrar eða um það bil 44 steypubílar. Að sögn Garðars Sigurgeirssonar, yfirbrúarsmiðs gekk mjög vel, en það tók 12 menn 20 klukkutíma að steypa gólfið. Veður var fínt, smá éljagangur og verkið gekk eins og til stóð.

Smíðavöllur rekinn á Ísafirði

- 11/06/2008
Samningur um rekstur smíðavallar á Ísafirði var undirritaður í sal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í morgun. Smíðavöllurinn var opnaður á Ísafirði kl. 13 í dag og verður hann starfræktur til 11. júlí. Um er að ræða tilraunaverkefni á vegum Ísafjarðarbæjar, Vestfirskra verktaka og Eimskipa....

Brúarsmíðin hefst í dag

- 07/04/2008
Séð inn Mjóafjörð
Séð inn Mjóafjörð
Hafist verður handa við brúarsmíði í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi í dag. Til stóð að byrja strax eftir páska en leiðindaveður setti strik í reikninginn. „Við erum að fara að byrja á brúnni núna, Vestfirskir verktakar mæta í dag og byrja að slá upp fyrir stöplunum....