Lyftuhúsið langt á veg komið
- 09/02/2009
Bygging lyftuhúss við Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði er langt á veg komin. Það eru Vestfirskir verktakar á Ísafirði sem sjá um framkvæmdina. Búið er að reisa stillans við húsið og eru starfsmenn fyrirtækisins að vinna við frágang utanhúss. Ráðgert er að því verki verði lokið í þessari viku. Áætluð verklok eru í apríl og er verkið á áætlun. Tekið af bb.is