Framkvæmdir við iðnaðarhús á Langeyri ganga vel
- 14/09/2005
Framkvæmdir við byggingu tveggja iðnaðarhúsa á Langeyri sem Vestfirskir verktakar byggja fyrir Súðavíkurhrepp eru á áætlun. „Verkið hefur gengið vel, við erum búnir að setja stálgrindurnar upp og erum nú að hefjast handa við setja upp einingarnar. Að því loknu verður farið í framkvæmdir innandyra í öðru húsinu sem mun hýsa áhaldahús hreppsins og slökkviliðsstöð en enn er óákveðið undir hvað hitt húsið verður nýtt“, segir Garðar Sigurgeirsson hjá Vestfirskum verktökum. Iðnaðarsvæði hefur verið skipulagt á Langeyri sem er skammt innan við íbúabyggðina í Súðavík. Verkinu á að vera lokið 1. október og segir Garðar að það eigi að standast.(Tekið af bb.is)