Leita á síðunni:

 

Vestfirskir verktakar og Húsasmiðjan gera með sér viðskiptasamning

- 07/03/2007
Hermann og Haraldur handsala viðskiptasamninginn
Hermann og Haraldur handsala viðskiptasamninginn
Viðskipti Vestfirskra verktaka við Húsasmiðjuna hafa verið mikil undanfarin misseri og hafa fyrirtækin verið í góðum samskiptum vegna ýmissa mála.

Hermann Þorsteinsson fyrir hönd Vestfirskra verktaka og Haraldur Júlíusson sölustjóri Húsasmiðjunnar á vestfjörðum undirrituðu í dag viðskiptasamning milli aðila með það að markmiði að stórauka og styrkja viðskiptasamband Vestfirskra og Húsasmiðjunnar, auk þess að tryggja að Vestfirskir verktakar fái ætíð og örugglega bestu kjör og þjónustu.

Bolla, bolla, bolla.......

- 20/02/2007
Albert lætur ekki sitt eftir liggja
Albert lætur ekki sitt eftir liggja
« 1 af 7 »

Tíðkast hefur að bjóða upp á bollur með kaffinu á bolludaginn og var engin undantekning gerð frá því í ár þrátt fyrir að  fyrirtækið sé fyrir þó nokkru búið að sprengja kaffistofuna utan af sér.


Starfsmönnum var boðið í morgunkaffi inn á verkstæði þar sem búið var að raða upp bollum í löngum bunum og létu fáir sig vanta. Alls hesthúsuðu menn um það bil 70 gómsætum bollum frá Bakaranum af hinum ýmsu gerðum.


Byrgið tekið í notkun

- 20/02/2007
Frá formlegri opnun Byrgisins
Frá formlegri opnun Byrgisins
« 1 af 4 »
Mikil gleði ríkti á skrifstofu Vestfirskra síðastliðinn föstudag þegar langþráð skjalageymsla var tekin í notkun og gengur hún undir nafninu "Byrgið", afhverju skal ósagt látið hér. Sama dag var gömlu eldhúsborði skipt út fyrir "alvöru" skrifborð þannig að segja má að mikið hafi verið um dýrðir á skrifstofunni þennan dag og þótti sumum vera tími til kominn.

Framkvæmdir við GÍ á áætlun

- 15/02/2007
Frá því bakhlið gamla skólans var rifin
Frá því bakhlið gamla skólans var rifin
Framkvæmdir við Grunnskólann á Ísafirði ganga vel að sögn Jóhanns Birkis Helgasonar bæjartæknifræðings. „Verkið telst vera á áætlun, búið er að framkvæma fyrir 21% af verkinu, sem eru 85,5 milljónir. Undanfarnar vikur hafa að jafnaði 2 smiðir og 4 verkamenn verið að störfum við byggingu skólans á vegum Vestfirskra verktaka,...