Vestfirskir verktakar og Húsasmiðjan gera með sér viðskiptasamning
- 07/03/2007
Viðskipti Vestfirskra verktaka við Húsasmiðjuna hafa verið mikil undanfarin misseri og hafa fyrirtækin verið í góðum samskiptum vegna ýmissa mála.Hermann Þorsteinsson fyrir hönd Vestfirskra verktaka og Haraldur Júlíusson sölustjóri Húsasmiðjunnar á vestfjörðum undirrituðu í dag viðskiptasamning milli aðila með það að markmiði að stórauka og styrkja viðskiptasamband Vestfirskra og Húsasmiðjunnar, auk þess að tryggja að Vestfirskir verktakar fái ætíð og örugglega bestu kjör og þjónustu.