Vestfirskir Verktakar leggja land undir fót
- 05/10/2007
Í vikunni sem leið fjölmenntu VV ásamt mökum til Montréal Kanada. Mikil ánægja var með ferðina og allir sammála um að hún hafi heppnast einstaklega vel, gott veður, mikið hægt að versla, margt að sjá og gott að borða. Látum myndirnar tala sínu máli.
Safnahúsið á Ísafirði
- 07/09/2007
Vestfirskir verktakar sáu um byggingu sýningar- og geymsluhúss Byggðasafns Vestfjarða á sínum tíma. Nýlega barst okkur þessi einstaklega fallega mynd af safninu en hana tók Ágúst Atlason áhugaljósmyndari og vefhönnuður hjá Snerpu nú í sumar. Viljum við færa honum kærar þakkir fyrir að deila henni með okkur.