Breytingar á aðstöðu Gámaþjónustu Vestfjarða
- 10/12/2006
Verið er að breyta aðstöðu Gámaþjónustunnar að Kirkjubóli svo hægt sé að taka í gagnið flokkunarstöð fyrir pappa, standa vonir til að það geti orðið upp úr áramótum. Búið er að steypa hluta af gólfplötunni, og hafa starfsmenn Vestfirskra verið að vinna að fullum krafti undanfarnar vikur.