Leita á síðunni:

 

Breytingar á aðstöðu Gámaþjónustu Vestfjarða

- 10/12/2006
Gólfplatan steypt
Gólfplatan steypt
Verið er að breyta aðstöðu Gámaþjónustunnar að Kirkjubóli svo hægt sé að taka í gagnið flokkunarstöð fyrir pappa, standa vonir til að það geti orðið upp úr áramótum.

Búið er að steypa hluta af gólfplötunni, og hafa starfsmenn Vestfirskra verið að vinna að fullum krafti undanfarnar vikur.

Gólfplötur steyptar fyrir nýtt skólahúsnæði

- 26/09/2006
Gólfplatan steypt
Gólfplatan steypt
Síðastliðinn fimmtudag steyptu Vestfirskir verktakar gólfplötu í nýju skólahúsnæði Grunnskólans á Ísafirði. Gólfplatan er rúmir 1.000 fermetrar og í hana fara alls um 150 rúmmetrar af steypu.

Að sögn Garðars Sigurgeirssonar, húsasmíðameistara hjá Vestfirskum verktökum, gekk verkið eins og í sögu. „Þetta gekk rosalega vel og við kláruðum þetta á einum degi. Byrjuðum rétt fyrir átta um morguninn og vorum búnir um sjöleytið, svo þetta tók á milli 11 og 12 tíma“, segir Garðar. Þá segir hann verkið allt á áætlun ennþá. „Nú vonum við bara að haustið verði gott, það hefur mikið að segja.“

(Tekið af bb.is)

Steypuvinna hafin við Grunnskólann

- 02/08/2006
Steypuvinna hafin við sökkla
Steypuvinna hafin við sökkla
Framkvæmdir eru komnar á fullt við byggingu nýs Grunnskóla á Ísafirði. Byrjað er að steypa sökkla og er kominn stór byggingarkrani á svæðið. Byggja á nýja tengibyggingu á milli nýja barnaskólans og þess gamla og mun því núverandi tengibygging víkja.

Einnig er áætlað að byggja viðbyggingu við gamla barnaskólann í áttina að húsinu sem áður hýsti verslunina Björnsbúð en hýsir nú hárgreiðslustofu og verslun á jarðhæð.

Vestfirskir verktakar voru lægstbjóðendur í verkið og sjá um framkvæmdina sem á að vera tilbúin haustið 2008. Þá er einnig að vera rífa upp Kaupfélagsplanið en það hefur verið leiksvæði grunnskólabarna undanfarin ár en gamalt malbik var á því ásamt því að það var steypt að hluta en helluleggja á planið og mun það áfram vera leiksvæði.

(Tekið af bb.is)

Endurbygging bensínstöðvarinnar á Ísafirði á áætlun

- 17/06/2006
Nýtt áfyllingarplan bensínstöðvarinnar
Nýtt áfyllingarplan bensínstöðvarinnar
« 1 af 3 »
Vestfirskir verktakar ehf. hafa unnið bæði dag og nótt við endurbyggingu nýrrar bensínstöðvar á Ísafirði. Eins og gefur að skilja þá er verktími mjög knappur þar sem sumarið er háannatími bensínstöðva. Að sögn Hermanns Þorsteinssonar hjá Vestfirskum verktökum er verkið á áætlun og útlit fyrir að settum markmiðum verði náð.

Í vikunni var áfyllingarplan við bensíndælur steypt, dúkur lagður á þak og nú er verið að setja glugga í húsið. Bensínstöðina á að stækka í um 200 m² og færa hana í nútímalegt horf. Allar dælur verða endurnýjaðar, sjálfsali settur upp og skyggni reist yfir dælurnar.

(Tekið af bb.is)