Leita á síðunni:

 

Vestfirskir blóta Þorra

- 02/02/2007
Mæting þótti með afbrigðum góð
Mæting þótti með afbrigðum góð
« 1 af 8 »
Þótti við hæfi, nú þegar Þorrinn er genginn í garð að Vestfirskir verktakar gerðu sér glaðan dag og blótuðu Þorra að gömlum sið.

Var starfsmönnum boðið til hádegisverðar inn á verkstæði föstudaginn 2.febrúar. Smíðuð voru trog á mettíma og þau síðan hlaðin ýmsu góðgæti. Boðið var meðal annars upp á harðfisk frá Dóra í Breiðadal og hákarl frá Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi, en auk þess var að sjálfsögðu boðið upp á allan annan hefðbundinn Þorramat, súrsaða punga, lundabagga og tilheyrandi.

Fín mæting var á blótið og kunnu starfsmenn vel að meta kræsingarnar, jafnt íslendingar, portúgalir sem pólverjar.

Skrifað undir verksamning um Djúpveg

- 25/01/2007
Frá undirritun samingsins um Djúpveg
Frá undirritun samingsins um Djúpveg
« 1 af 3 »
Vegagerðin og verktakafyrirtækin KNH ehf. og Vestfirskir verktakar skrifuðu í dag undir verksamning um vegagerð á Djúpvegi í framhaldi af útboði sem fram fór í lok síðasta árs. Verksamningurinn tekur til 14,5 km kafla Djúpvegar milli Reykjaness og Hörtnár utarlega við vestanverðan Mjóafjörð. Verkinu á að ljúka fyrir 1. nóvember á næsta ári....

Framkvæmdir hafnar á ný í Edinborgarhúsinu

- 04/01/2007
Edinborgarhúsið á Ísafirði
Edinborgarhúsið á Ísafirði
« 1 af 2 »
Framkvæmdir við lokaáfanga Edinborgarhússins á Ísafirði eru hafnar en verkið er í höndum Vestfirskra verktaka. „Undirbúningur hófst á milli hátíða og nú er allt komið á fullt skrið. Þegar þessum áfanga er lokið er menningarhúsið tilbúið til notkunar“, segir Hermann Þorsteinsson, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins....

Silfurgata

- 11/12/2006
Silfurgata 6 eftir gagngerar endurbætur
Silfurgata 6 eftir gagngerar endurbætur
« 1 af 4 »
Silfurgatan ber nú loks aftur nafn með rentu og er sannkölluð Silfurgata eftir að gagngerar endurbætur hafa verið gerðar á húsunum við Silfurgötu 6 og 7.