Fjórar hestakonur standa fyrir byggingu nýs hesthúss í Engidal
- 24/08/2004
Framkvæmdir á nýju hesthúsi í Engidal við Ísafjörð hófust um síðustu mánaðamót en fjórar hestakonur standa fyrir þeim. „Vestfirskir verktakar eru nú að byggja grunninn en svo ætlum við að reisa húsið, sem er einingahús, sjálfar“, segir Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, dýralæknir og ein af hestakonunum. Áætlað er að húsið verði tekið í notkun í desember. „Hestarnir fara nú út í haga og verða fram að jólum og við stefnum að því að húsið verði tilbúið fyrir þann tíma“, segir Sigríður. Húsið mun rýma 14 hesta, með hnakkageymslu, gerði og lítilli hlöðu. „Þetta mun taka tíma en þetta á eftir að verða gott hesthús“, segir Sigríður. Auk hennar standa Auður Björnsdóttir, Árný Herbertsdóttir og María Hallgrímsdóttir fyrir framkvæmdunum.
(Tekið af bb.is)