Vestfirskir verktakar með lægsta tilboð í stöðvarhús Mjólkárvirkjunnar
- 03/03/2011
Vestfirskir verktakar ehf., áttu lægsta tilboð í stækkun stöðvarhúss Mjólkárvirkjunar en tilboð í verkið voru opnuð í dag. Tilboðið hljóðaði upp á tæpar 67,3 milljónir króna sem er 85% af kostnaðaráætlun sem lagt var fram til grundvallar útboðinu. Fjögur önnur fyrirtæki skiluðu inn tilboðum. Tilboð Geirnaglans ehf. hljóðaði upp á 78,7 milljónir króna, tilboð FP. móta ehf. upp á 94,9 milljónir króna, GÓK húsasmíði ehf. bauð 99,7 milljónir og Spýtan ehf. 117,8 milljónir króna. Á vefsíðu Orkubús Vestfjarða segir að eftir að tilboðin hafi verið yfirfarin verði gengið til samninga við lægstbjóðanda....