Leita á síðunni:

 

Vestfirskir verktakar með lægsta tilboð í stöðvarhús Mjólkárvirkjunnar

- 03/03/2011
Stöðvarhús við Mjólká
Stöðvarhús við Mjólká
« 1 af 2 »
Vestfirskir verktakar ehf., áttu lægsta tilboð í stækkun stöðvarhúss Mjólkárvirkjunar en tilboð í verkið voru opnuð í dag. Tilboðið hljóðaði upp á tæpar 67,3 milljónir króna sem er 85% af kostnaðaráætlun sem lagt var fram til grundvallar útboðinu. Fjögur önnur fyrirtæki skiluðu inn tilboðum. Tilboð Geirnaglans ehf. hljóðaði upp á 78,7 milljónir króna, tilboð FP. móta ehf. upp á 94,9 milljónir króna, GÓK húsasmíði ehf. bauð 99,7 milljónir og Spýtan ehf. 117,8 milljónir króna. Á vefsíðu Orkubús Vestfjarða segir að eftir að tilboðin hafi verið yfirfarin verði gengið til samninga við lægstbjóðanda....

Kampi fær upplyftingu

- 20/10/2010
« 1 af 4 »

Vestfirskir verktakar vinna nú hörðum höndum að því að skipta um þak að Sindragötu 1 á rækjuverksmiðjunni Kampa. Um er að ræða umtalsverðar útlitsbreytingar á húsinu. Þakið sem var skáhallt áður er lyft mænir færður á mitt þak og látið ganga fram yfir veggi hússins á öllum hliðum. Það má því segja að um sannkallaða upplyftingu sé að ræða.

Íbúðarhús við Selakirkjuból

- 18/10/2010
Selakirkjuból í Önundarfirði
Selakirkjuból í Önundarfirði
« 1 af 14 »
Vestfirskir verktakar fengu nýverið það skemmtilega verkefni að byggja íbúðarhús í torfbæjarstíl við Selakirkjuból í Önundarfirði. Húsið er staðsteypt með steyptu lofti og torfi á þaki. Garðar Sigurgeirsson hefur yfirumsjón með verkinu sem miðar vel. Langt er komið með að steypa upp húsið og að því loknu verður hafist handa við frágang utanhúss.

Vestfirskir verktakar með lægsta boð

- 29/06/2010
Íþróttahúsið á Torfnesi
Íþróttahúsið á Torfnesi
Vestfirskir verktakar ehf. á Ísafirði buðu lægst í verkið „Íþróttahúsið á Torfnesi, gólfefni“. Tveir aðilar buðu í verkið en kostnaðaráætlun hljómaði upp á 7.366.000 krónur. Vestfirskir verktakar ehf. buðu 7.605.400 krónur en Spýtan ehf. á Ísafirði bauð 8.905.840 krónur. Bæjartæknifræðingur hefur lagt til að samið verði við Vestfirska verktaka ehf. á grundvelli tilboðs fyrirtækisins, bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að sú tillaga verði samþykkt.

Tekið af bb.is